01.03.1927
Neðri deild: 18. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 35 í D-deild Alþingistíðinda. (3166)

47. mál, lögheimili og byggðarleyfi

Hjeðinn Valdimarsson:

Jeg vil aðeins lýsa yfir því, að það er með öllu rangt, að jeg hafi nokkurn tíma á nokkurn hátt verið með því að leggja höft á, að menn gætu farið sinna ferða í atvinnuleit. Auglýsingar um það, hvort hægt sje að fá atvinnu á einhverjum stað eða ekki, getur enginn skynsamur maður álitið nein höft, því að auglýsingamar eru aðeins greiði fyrir menn í atvinnuleit, gefa rjettar upplýsingar.

En viðvíkjandi trausti og vantrausti á hæstv. atvrh. (MG), þá þykist jeg vita, að honum muni kunnugt um, hvernig flokkar skipast í deildunum. En til þess að gleðja sálu hans, læt jeg hann vita, að jeg mun áður en þetta þing er á enda koma með einhverja tillögu þess efnis, að sýnt verði, hvernig hann standi hjer á Alþingi, enda þótt það sje skylda stjórnar að leita trausts í neðri deild, eftir breytingarnar á forsætinu í ráðuneytinu.