09.03.1927
Efri deild: 23. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 45 í D-deild Alþingistíðinda. (3175)

70. mál, rannsókn á akvegarstæði

Jóhannes Jóhannesson:

Jeg vona, að enginn hafi skilið orð mín svo, að jeg hafi verið mótfallinn því að rannsaka vegarstæði á Vestdalsheiði. En jeg álít ekki heppilegt að skora á stjórnina að láta rannsaka báðar leiðirnar að sumri, því að það væri ekki hægt nema með miklum kostnaði. En það er ekkert við það að athuga, þótt rannsakaður væri kostnaðurinn við vegarlagningu á Vestdalsheiði, þótt jeg sje viss um, að Fjarðarheiði yrði valin, af þeim ástæðum, sem jeg nefndi áðan, og það gæti haft verkanir í þá átt að gera alla ánægða, ef rannsókn sýndi, að alt mælti með Fjarðarheiði.