09.03.1927
Efri deild: 23. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 48 í D-deild Alþingistíðinda. (3179)

70. mál, rannsókn á akvegarstæði

Flm. (Jón Baldvinsson):

Það lá ekki í orðum mínum, að ómögulegt væri að veita nú þegar fje til þessa vegar. En af því að hæstv. ráðh. (MG) skoraði á mig að koma með brtt. við fjárlögin um fje til vegarins, þá vil jeg skora á hann að flytja í hv. Nd. till. um 100 þús. kr. til vegarins. Jeg skal styðja þá till., er hingað kemur. Og þar sem hann nú hefir lagt til, að veittar verði 100 þús. kr., þá vona jeg, að honum sje alvara, og að hann noti vald sitt í flokki sínum til þess að fá henni framgengt.