18.03.1927
Neðri deild: 33. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 230 í B-deild Alþingistíðinda. (321)

48. mál, notkun bifreiða

Jón Kjartansson:

Já, jeg get vel trúað, að það sje rjett, sem hv. 3. þm. Reykv. (JÓl) sagði um tryggingargjöldin. En jeg vil leyfa mjer að benda á það, að ef Alþingi ætlar að lögbjóða þessa háu tryggingu, þá tel jeg það alveg óhæfilegt að láta öll iðgjöldin fara út úr landinu, því að það verður mikið fje. Þá finst mjer liggja beint við að fá innlent fjelag til þess að taka þessar tryggingar að sjer, eins og mjer skildist á hv. frsm. (HjV), að honum hefði dottið í hug.