23.04.1927
Neðri deild: 58. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 187 í D-deild Alþingistíðinda. (3235)

81. mál, ræktunarsjóður Íslands

Jón Auðunn Jónsson:

Jeg hefi ekki margt um brtt. mína á þskj. 214 að segja. Jeg skýrði tilgang minn með henni við umr. um daginn. Jeg tók það þá fram, að hættulaust væri að lána til rafmagnsstöðva. Vænti jeg, að hv. nefnd geti fallist á það, því jeg er sannfærður um, að þegar rafmagnsstöðvar eru einu sinni komnar upp, þá verða þær ekki lagðar niður, þar eð viðhaldskostnaður við þær er svo hverfandi lítill í samanburði við hin miklu þægindi, sem að þeim er. En hinsvegar eru það mikil þægindi fyrir lántaka að geta fengið lán út á þær til langs tíma.