29.04.1927
Efri deild: 61. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 228 í D-deild Alþingistíðinda. (3282)

34. mál, kennaraskólinn

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Það stendur í greinargerðinni fyrir þessari till., að um leið og landsspítalanum hafi verið ákveðin lóð, þar sem nú sje verið að reisa hann, hafi verið ákveðið, að sú lóð, sem kennaraskólinn stendur á, skyldi falla til landsspítalans.

Jeg vil nú spyrja hv. flm. (JJ), hvar þá ákvörðun sje að finna. Jeg hefi ekki vitað um hana og ekki heldur getað fundið hana, og veit heldur ekki til, að það hafi verið ákveðið. En hv. flm. (JJ) getur máske vísað mjer á það.

Mjer sýnist nú annars yfir höfuð vera svo margt ógert hjer á landi, og þar á meðal óreistar svo margar opinberar byggingar, að það sje ekki tímabært að fara að ráðast í það, að losa sig við eitthvað af því, sem búið er að koma upp, og reisa nýtt í þess stað. Sömuleiðis ef það á að skoða þessa till. beinlínis til þess fram borna að fara að undirbúa byggingu nýs kennaraskóla, þá finst mjer það vera ótímabært. Það eina, sem mjer finst geta verið rjettmætt, eins og nú stendur, það er 1. liður till., að því leyti sem þar er að ræða um skipulagsatriði í byggingu Reykjavíkurbæjar, eða ákvörðun um það, að halda ónotuðu því svæði, sem menn í framtíðinni vildu taka fyrir kennaraskólann. En þar er jeg hræddur um, að skoðanirnar um það, hvar kennaraskólinn sje best settur, kunni að breytast, stjórn að því kunni að reka, að hann þyki ekki vel settur þar, sem tillagan ætlar honum stað. Jeg gæti t. d. vel hugsað mjer, að hann þætti það ekki, stjórn meira að segja langt frá því. Mönnum þætti ef til vill betra að hafa hann utan við bæinn, stjórn jeg hygg jafnvel, að sú skoðun hafi átt sinn þátt í því, að hann var upphaflega reistur þetta utan við bæinn, en þessi fjarlægð frá miðbænum hefir þó ekki verið nægileg, því að nú má heita, að skólinn sje inni í bænum.