29.04.1927
Efri deild: 61. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 234 í D-deild Alþingistíðinda. (3287)

34. mál, kennaraskólinn

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Jeg skal geta þess, til upplýsingar fyrir hv. þdm., að það hagar svo til, að kennaraskólalóðin er innan sama gatnaferhyrnings, sem afmarkar lóð landsspítalans. Hún takmarkast af götum á tvo vegu, en af lóð landsspítalans á hina tvo veguna. Það var því mjög eðlilegt, að forstöðumaður kennaraskólans benti á það í tíma, áður en endanleg tilhögun á lóð landsspítalans væri gerð, að ætla þyrfti skólanum nægilega lóð. Jeg skal ekkert um það segja, hvort hægt sje að útvega skólanum þar þá lóð, sem hann þarf í framtíðinni. En jeg veit bara ekki, hvort nokkuð er ákveðið um það, hvort skólinn skuli vera þarna eða ekki.