28.03.1927
Efri deild: 38. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 254 í D-deild Alþingistíðinda. (3314)

101. mál, styrkur handa stúdentaefnum frá gagnfræðaskólanum á Akureyri

Jón Baldvinsson:

Mig langar til að beina þeirri fyrirspum til hv. flm. (JKr), hvort honum hafi verið kunnugt um það, að háskólaráðið hafi verið skift um þá till. hans, sem lá fyrir Sþ. um daginn. Og jeg vil spyrja hann. hvort honum sje kunnugt um, að samtök sjeu meðal kennara hjer gegn piltum að norðan?

Mjer finst, að ef menn vita um þetta, og það er rjett, þá sje það ekki annað en fals við Akureyrarpilta að fara nú að veita þeim styrk til að sækja próf hingað. Hæstv. atvrh. (MG) hefir alls ekki hnekt því, sem hv. 1. landsk. (JJ) sagði um þetta, og hafi hv. 1. landsk. rjett fyrir sjer, þá á nú að leiða þessa nemendur á höggstokk.

Mjer finst að svo komnu máli, að vísa megi till. til 2. umr., en mjer finst líka, að hæstv. stjórn ætti að hefja rannsókn út af ummælum hv. 1. landsk. (JJ), og ef þau reyndust rjett, þá ætti það að verða fyrsta verk þingsins að samþykkja við sex umræður í báðum deildum á einum degi að gera Akureyrarskóla að mentaskóla.