13.05.1927
Neðri deild: 74. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 295 í D-deild Alþingistíðinda. (3376)

131. mál, uppmæling siglingaleiða og rannsókn hafnarbóta

Jón Auðunn Jónsson:

*) Jeg þarf ekki að segja margt út af þeim lið þáltill., sem jeg hefi komið með, vegna þess, að hann er þegar kunnur af því, er hv. flm. sagði. Sá liður fer fram á að mæla leiðina frá Horni austur að Norðurfirði. Svæði þetta er mjög hættulegt skipum, þar sem það er mjög skerjótt, en þar er fiskisæld mikil. Þar er einnig stunduð mikil síldveiði. Nú hvessir oft fljótlega norður frá, og er þá erfitt að komast fyrir Horn. Þarna er ein góð höfn, en lítil, og ekki hægt að komast þangað, nema fyrir þaulkunnuga menn. Veit jeg, að Ísfirðingar leita oft þangað, vegna þess, hve kunnugir þeir eru. En enga veit jeg aðra, sem það hafa gert.

Jeg veit af upplýsingum þeim, sem fengist hafa, að talsverður kostnaður er við þessa uppmælingu. En hann mundi fljótt borga sig í auknum afla þeirra skipa, sem stunda fiski á þessu svæði.

Ræðuhandr. óyfirlesið.