13.05.1927
Neðri deild: 74. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 300 í D-deild Alþingistíðinda. (3381)

131. mál, uppmæling siglingaleiða og rannsókn hafnarbóta

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Jeg gleymdi að taka það fram áðan, að vitanlega er uppmæling tilgangslaus, nema búið sje til sjókort um leið. En til þess þarf „fagmenn“ og dýr tæki. Með kleifum kostnaði sje jeg því ekki annað ráð en að við setjum okkur í samband við flotamálastjórn Dana, sem hefir yfirstjórn sjókorta-„arkivsins“.