05.04.1927
Neðri deild: 47. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 237 í B-deild Alþingistíðinda. (345)

87. mál, sala þjóðjarðarinnar Sauðár

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Jeg vildi leyfa mjer að gera lítilsháttar fyrirspurn til háttv. landbn. viðvíkjandi engjahólma þeim, sem nefndur er í greinargerð frv. og nál. Jeg er nefndinni samþykkur um, að hólminn verði tekinn með í mati Sauðár. Hitt vildi jeg spyrjast fyrir um, hvort hv. landbn. teldi það skifta máli, hvort engjahólmi þessi ætti að fylgja Sauðá eða falla aftur undir Sjávarborg, ef til vill gegn gjaldi frá Sjávarborgareiganda. Ef háttv. nefnd hefir ekki rætt þetta, svo hún geti svarað því nú, þá skiftir ekki máli, þótt svarið komi ekki fyr en við 3. umr.