24.03.1927
Sameinað þing: 5. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 413 í D-deild Alþingistíðinda. (3466)

88. mál, stúdentspróf við Akureyrarskóla

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Mjer er sagt, að hv. 5. landsk. (JBald) hafi gefið í skyn, að íhaldsflokkurinn hafi þvingað aðalflm. till. til þess að breyta afstöðu sinni, en þetta er alveg tilhæfulaust. Það er eðlilegt og skiljanlegt öllum, nema þá hv. 5 landsk. (JBald), þó að aðalflm. (JKr), sem ber svo mjög fyrir brjósti hag stúdentaefnanna að norðan, vilji aðhyllast það að veita þeim einhvern fjárstyrk, til þess að koma hingað suður til prófs, er hann sjer, að sú leið, er hann hafði hugsað sjer fyrst, reyndist ófær. (KlJ: Atkvæði).