05.04.1927
Efri deild: 45. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 437 í D-deild Alþingistíðinda. (3481)

106. mál, skipun opinberra nefnda

Jón Baldvinsson:

Jeg vildi aðeins segja hv. 1. þm. Eyf. (EÁ), að jeg get ekki fallist á dagskrá hans, af því að hún slær föstu því ástandi, sem er, og vísar auk þess spurningunni út í framtíðina. Að formi til væri líka samþykt hennar sama sem fall till., því að hún mundi heyra undir fallin mál, ef dagskráin yrði samþykt.