18.05.1927
Efri deild: 77. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 522 í D-deild Alþingistíðinda. (3525)

57. mál, sandgræðslugirðingar í Gunnarsholti

Frsm. (Jóhann Jósefsson) :

*) Till. þessa, sem hv. 2. þm. Rang. (EJ) flutti hjer í vetur, hefir allshn. haft til meðferðar.

Niðurstaða nefndarinnar varð sú, eins og sjá má á þskj. 616, að hún sá sjer ekki fært að mæla með því, að ríkið ráðist í þessar framkvæmdir, sem till. fer fram á. En nefndin er hinsvegar sammála flm. um það, að ríkið eigi að fá tekjur af þessum jörðum, og ætlast til, að stjórnin taki til athugunar, á hvern hátt best megi ráða fram úr því máli. Þetta mál mundi krefjast svo mikillar rannsóknar, að það væri ofvaxið þingnefnd að leysa hana af hendi.

Nefndin leggur því til, að till. verði afgr. með rökstuddri dagskrá, sem sjá má á þskj. 616 og hv. þdm. mun kunn orðin.