18.05.1927
Efri deild: 77. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 523 í D-deild Alþingistíðinda. (3527)

57. mál, sandgræðslugirðingar í Gunnarsholti

Frsm. (Jóhann Jósefsson) :

*) Út af ummælum hv. flm. (EJ) skal jeg geta þess, að jeg hygg, að nefndin hafi skilið till. eins og hann ætlaðist til.

Hvað snertir dráttinn á afgreiðslu málsins, skal jeg bæta því við, að það lá í augum uppi, að þessu máli lá ekki á fram yfir önnur nauðsynjamál. Hv. flm. (EJ) hefir því ekki yfir neinu að kvarta. Það er enn nógur tími til, að dagskráin geti orðið samþ. fyrir þinglok, og málið er því nægilega fljótt afgreitt. Það er vitanlegt, að þó að það hefði verið afgr. fyr á þinginu, hefði ekkert verið gert í því fyr en eftir þinglok.

*) Ræðuhandr. óyfirlesið.