19.05.1927
Neðri deild: 82. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 542 í D-deild Alþingistíðinda. (3549)

59. mál, kaup á húseigninni nr. 16 við Hafnarstræti

Jón Auðunn Jónsson:

*) Af því að hv. frsm. (BL) er ekki viðstaddur, þá vil jeg leiðrjetta misskilning, sem stendur í nál. viðvíkjandi áliti landssímastjóra á þessum húsakaupum. Hann kveður það ekki hafa verið sína meiningu að leggja á móti húsakaupunum, en ummæli hans ber að skilja á þann veg, að hann treysti sér ekki til að nota hús þetta nema svo sem í 3 ár, án þess að gera breytingar á því. Annars skal jeg ekki fjölyrða um þetta hjer. Mál þetta var rætt allítarlega í nefndinni, og þar ljet jeg í ljós, að ekki bæri að kaupa lóð undir pósthús meðan ríkissjóður á ágætar lóðir. Mjer virðist sjálfsagt, að neðsta hornlóðin á Arnarhólstúni verði tekin fyrir póst húsið, þegar til kemur. Jeg hefi að vísu heyrt, að þar sje í ráði að byggja þjóðleikhús á sínum tíma. En mjer finst rjett að láta pósthúsið sitja fyrir þessari lóð. Það er mjög misráðið að kaupa dýrar lóðir undir pósthús, þegar til er svona heppileg lóð.

*) Ræðuhandr. óyfirlesið.