14.03.1927
Efri deild: 27. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 249 í B-deild Alþingistíðinda. (381)

66. mál, varnir gegn útbreiðslu næmra sjúkdóma

Jón Baldvinsson:

Brtt. á þskj. 166 er rjettmæt, en jeg vildi vekja athygli hv. frsm. (GÓ) og hv. deildar á því, hvort ekki væri rjett að breyta setningunni: Á eftir 9. gr. o. s. frv., á þann hátt, að fella niður orðin: „sem verður 10. gr.“ og að fella niður orðin: „Greinatalan breytist samkvæmt þessu“. Þetta getur staðið í greinargerð frv., en á ekki við í frv. sjálfu. Það kemur af sjálfu sjer, að greinin, sem um getur á þskj. 158, verði 10. gr. Verði lögin sjálf prentuð upp og texti þessara laga feldur inn í þau, þá er rjett að breyta þessu. Það var aðeins þetta form, sem jeg vildi gera aths. við.