04.04.1927
Neðri deild: 46. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 253 í B-deild Alþingistíðinda. (404)

104. mál, löggilding verslunarstaða

Tryggvi Þórhallsson:

Jeg hefi borið hjer fram brtt. við frv., þess efnis, að löggiltur verði verslunarstaður að Drangsnesi við Steingrímsfjörð. Eins og háttv. þm. rekur minni til, var í símalögunum í fyrra samþykt lína þangað, samkvæmt ósk landssímastjóra. Þetta er útróðrarpláss ekki alllítið og hafa legið hjer frammi áskoranir frá tveim þingmálafundum úr Strandasýslu, um að staður þessi verði löggiltur. Væri það og sanngirni mikil, enda ekki minni ástæða hjer að verða við þessari ósk en víða annarsstaðar.