06.04.1927
Efri deild: 46. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 257 í B-deild Alþingistíðinda. (420)

98. mál, rannsókn banameina og kennslu í meina- og líffærafræði

Jón Baldvinsson:

Mjer þykir leitt, að hv. nefnd hefir ekki athugað það, sem jeg benti á um daginn, er frv. var til 1. umr., hvort ekki væri rjettara að koma því svo fyrir, að ættingjar eða aðstandendur fái að segja álit sitt um það, hvort lík skuli tekið og rannsakað. Ef það er rjett, sem hv. sessunautur minn (JóhJóh) segir, að það sje nóg að kveða á um það í reglugerð, þá get jeg fyrir mitt leyti látið þar við sitja, þó að jeg hinsvegar hefði kunnað betur við, að eitthvað hefði komið um þetta frá hv. nefnd stjórninni til leiðbeiningar.