18.02.1927
Neðri deild: 9. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 260 í B-deild Alþingistíðinda. (433)

31. mál, varnir gegn sýkingu nytjajurta

Hjeðinn Valdimarsson:

Jeg vil aðeins leyfa mjer að vekja athygli hv. deildar á því, að hv. þm. Str. (TrÞ) — mjer til mikillar ánægju — tekur það skýrt fram í þessu frv., að almenningsþörf eigi að ganga fyrir eignarrjetti einstaklingsins. Kemur það ótvírætt fram í 6. gr. frv., þar sem ákveðið er, að greiða skuli í bætur fyrir uppskeru, sem stjórnarráðið lætur eyðileggja, einungis 3/4 hluta matsverðsins, en ekki fult verð. Er einnig annarsstaðar í löggjöf farið á sama hátt beint á móti gildandi stjórnarskrá, er sýnir, að eignarrjettarákvæði hennar eru úrelt.