07.03.1927
Efri deild: 21. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 274 í B-deild Alþingistíðinda. (456)

68. mál, sýsluvegasjóður

Einar Jónsson:

Háttv. 1. þm. Eyf. (EÁ) hefir misskilið mig.

Jeg tók fram, að mjer þætti húsaskatturinn of hár í samanburði við jarðaskattinn. Enn ósanngjarnari yrði hann, ef farið væri að jafna honum niður eins og öðrum sveitargjöldum. Jeg veit, að hv. þm. (EÁ) þekkir mismunandi húsakynni og veit, hve miklu meiri eign er í góðum húsum en kofum, og hve órjettlátt er að láta þá, sem í kofunum búa, greiða skatt af húsum hinna.

Jeg óska, að eftir því sje tekið, að jeg sagðist telja rjettlátara að hafa lægri skatt af húsum en löndum. Og ef nefndin vildi leggja til, að skattstiganum yrði breytt í það horf, þá mundi jeg verða þeirri breytingu hlyntur.