25.03.1927
Efri deild: 36. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 299 í B-deild Alþingistíðinda. (517)

85. mál, friðun hreindýra

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Það gleður mig að heyra, að hv. 6. landsk. er ekki á móti frv., þó að jeg skildi hann svo. Hann mintist á áfreða á fjöllum. En hann kemur nú einmitt miklu sjaldnar þar en í sveitum, svo að jeg býst við, að hreindýrunum stafi sjaldan mikil hætta af honum. — Ekki hefi jeg haldið því fram, að örðugt væri að þekkja tarfa frá kúm. En hitt skilst mjer, að vel gæti komið fyrir, að skot lenti í einhverri kúnni, ef skotið væri í hreindýrahóp á annað borð.