10.02.1927
Neðri deild: 2. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 35 í B-deild Alþingistíðinda. (52)

Stjórnarfrumvörp lögð fram

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Jeg leyfi mjer hjer með að leggja fyrir hv. deild þessi lagafrumvörp:

A. Af hálfu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins:

1. Frv. til l. um heimavistir við Hinn

almenna mentaskóla.

2. — til l. um samskóla Reykjavíkur.

3. — til l. um veiting ríkisborgararjettar.

B. Af hálfu atvinnu- og samgöngumálaráðuneytisins:

1. Frv. til l. um breyting á 1. nr. 46,

27. júní 1921, um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna.

2. — til fátækralaga.

3. — til l. um heimild handa atvinnumálaráðherra til að veita sjerleyfi til járnbrautarlagningar milli Reykjavíkur og Þjórsár og til að virkja Urriðafoss.

4. Frv. til l. um útrýming fjárkláða.

5. — til l. um viðauka við 1. nr. 40,

19. júní 1922, um atvinnu við siglingar.

Þessi 8 frv. vænti jeg, að forseti taki á dagskrá eftir þingsköpum.