26.02.1927
Neðri deild: 16. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 326 í B-deild Alþingistíðinda. (543)

43. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús

Pjetur Ottesen:

Jeg ætla ekki að ræða neitt um þetta mál nú, en tel sjálfsagt, að því verði vísað til nefndar, svo framarlega sem deildin vill láta það ganga lengra. Mig minnir, að það væri í allshn. í fyrra, og jeg geri því að tillögu minni, að því verði vísað þangað nú. Og frá sjónarmiði þeirra manna, sem eru á móti því að einhverju leyti, en geta jafnvel aðhylst sum ákvæði þess, tel jeg rjett að láta athuga það í nefnd, því ekki er óhugsandi, að samkomulag gæti tekist á þeim grundvelli að fella niður sum ákvæði úr frv., og að því leyti sem allsherjarnefnd er nú skipuð sömu mönnum og í fyrra, þá vita þeir, hvað það er í frumvarpinu, sem á milli ber.