26.04.1927
Efri deild: 58. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 344 í B-deild Alþingistíðinda. (593)

56. mál, sandgræðsla

Frsm. (Einar Jónsson):

Þessu máli var vel tekið af háttv. deildarmönnum og nefnd þeirri, er um það fjallaði, og voru engar efnisbreytingar gerðar á frv. í þessari hv. deild. En háttv. Nd. hefir álitið rjettara að gera á því dálitla breytingu viðvíkjandi ákvæðunum um upphleypta vegi og vegagerð milli hliða á sandgræðslugirðingum. Get jeg fyrir mitt leyti sætt mig við þá breytingu. Aðalatriði þessa þarfa og góða máls er fólgið í 1. gr.; hitt er minna um vert og má teljast aukaatriði. Jeg óska því eftir, að frv. verði samþykt eins og það er nú komið til deildarinnar í annað sinn.