14.05.1927
Efri deild: 74. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 445 í B-deild Alþingistíðinda. (770)

50. mál, vörn gegn berklaveiki

Guðmundur Ólafsson:

Það er altaf varlegra að tala lítið, þegar hv. 5. landsk. (JBald) er í þingdeildinni. Til þess að ekki verði farið að teygja lopann um þetta, get jeg látið mjer nægja að segja frá því, að landlæknir talaði í morgun við tvo nefndarmanna og tókst ekki að sannfæra þá um skaðsemi frv. Enda veit jeg, að allir hv. þdm. sjá það sjálfir, að frv. er ekki til skemda, heldur bóta á berklavarnalögunum.