28.04.1927
Neðri deild: 61. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 471 í B-deild Alþingistíðinda. (809)

7. mál, fjáraukalög 1925

Magnús Jónsson:

Brtt. á þskj. 451 er ekki annað en leiðrjetting. Það er fyrir vangá, að þessi upphæð er tekin upp í frv., eftir till. yfirskoðunarmanna landsreikninganna. Eins og bent var á í gær af hv. frsm. fjhn. (JakM) í umr. um samþykt á landsreikningnum, er þetta ekki annað en fyrirframgreiðsla. Eftir lögum eiga bankar og sparisjóðir að greiða allan kostnað af embætti eftirlitsmannsins, og kemur því vitanlega ekki til mála að leita aukafjárveitingar, þótt ríkissjóður legði út þessa upphæð í bili.