26.04.1927
Efri deild: 58. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 503 í B-deild Alþingistíðinda. (891)

67. mál, einkasala á áfengi

Jónas Kristjánsson:

Hv. Nd. gerði dálitla breytingu á þessu frumvarpi, sem nefndin getur ekki sætt sig við. Er breytingin í því fólgin, að feld er niður úr 1. gr. síðasta málsgr.: „Sjúkrahúsum má þó ekki selja vín nje ómengaðan spíritus“. Sýnist þetta ákvæði ekki mega missast úr frv., og tel jeg það óaðgengilegt, ef numið yrði burt. Það er lítil þörf á ómenguðum spíritus til sjúkrahúsa, og gæti leitt til freistni að nota hann í öðrum tilgangi en ætlað er. Því hefir nefndin lagt til, að þessi grein verði sett inn aftur. En í ógáti hefir 2. gr. verið prentuð upp aftur líka, þótt engin breyting væri á henni gerð, og mátti því standa sem var. Nefndin leggur til, að frv. verði samþ. með þeirri breytingu, að sjúkrahúsum megi ekki selja vín nje ómengaðan spíritus. Jeg vona, að hv. deild sjái, að háttv. Nd. hefir gert miður heppilega breytingu með því að fella þetta niður.