23.03.1927
Neðri deild: 37. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 508 í B-deild Alþingistíðinda. (906)

93. mál, greiðsla verkkaups

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Af því að jeg geri ráð fyrir, að frv. fari til hv. allshn., vil jeg skjóta því til hennar að taka upp í frv. öll lögin frá 1902. Það er óhentugt að hafa lög í smábútum, og þegar á það er litið, að lögin um þetta atriði frá 1902 eru engu lengri en þessi viðauki, þá er einsætt, að ekki er áhorfsmál að setja þau saman í eitt.