19.05.1927
Sameinað þing: 13. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 3655 í B-deild Alþingistíðinda. (94)

Þinglausnir

forseti (MT):

Nú er slítur 39. löggjafarþingi Íslendinga, síðasta þingi kjörtímabils, mætti mjer vera leyft að ávarpa hv. þingheim örfáum kveðjuorðum.

Ferþinganna mun fyrst og fremst minst sakir þess, að tekist hefir, með forgöngu fyrverandi, og núverandi stjórna, að rjetta fjárhag ríkissjóðs, svo að ekki óveruleg fjárhæð hefir orðið aflögum til verklegra framkvæmda. Þá hefir þetta þing borið giftu til að koma endanlegri skipun á seðlaútgáfu ríkisins, en það er nauðsynleg undirstaða þess, að kleift verði að komast klakklaust frá þeirri fjárkreppu, er svo mjög hefir þrengt að atvinnuvegum landsmanna, — og þó að sumu fyrir ofrausnar sakir.

Þegar svo þess er minst, að þingið hefir staðið af sjer tillögur, er miðað gátu að sundrungu og misrjetti, en starfað saman að mörgum góðum málefnum, vænti jeg þess, að vjer ókvíðnir getum beðið dómsins.

Að svo mæltu árna jeg mínum kæru þingmönnum alls farnaðar og góðrar heimkomu.

Heilir hildar til!