05.03.1928
Neðri deild: 39. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2068 í B-deild Alþingistíðinda. (1065)

24. mál, hegningarlög

Sigurjón Á. Ólafsson:

Jeg vil aðeins benda hv. þm. Dal. á, að það er eðlismunur á 47. gr. fátækralaganna og 7. gr. þessa frv. Fátækralögin gera ráð fyrir, að hegningin geti gengið jafnt yfir alla, sem af sveit hafa þegið, jafnt fátæka barnamanninn, sem vegna heilsuleysis, atvinnuleysis eða ómegðar hefir neyðst til að leita sveitarstyrks, eins og þá, sem vegna ómensku og hirðuleysis hafa orðið sveit sinni til þyngsla. Slík ákvæði eiga að nemast burt úr fátækralögunum. En í frv. er aðeins talað um að refsa slæpingjum, sem vegna drykkjuskapar, ómensku, eða hreint og beint af þvermóðsku ekki vilja ala önn fyrir afkvæmum sínum, þótt þeir geti. Háttv. þm. blandar því saman tvennu óskyldu.