25.02.1928
Efri deild: 32. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2132 í B-deild Alþingistíðinda. (1112)

30. mál, tilbúinn áburður

Erlingur Friðjónsson:

Jeg vildi aðeins segja nokkur orð út af því, er hv. 3. landsk. sagði, að jeg hjeldi, að enginn gæti fengið áburð nema með pöntun fyrirfram. Mjer er ljóst, að hægt er að fá hann með því fyrirkomulagi, sem hv. 3. landsk. vill hafa, en þá mundi áburðurinn dýrari en ella. Jeg hefi ekki trú á því, og sennilega enginn, sem þekkir til verslunar, að kaupmenn liggi með áburðinn, svo að hægt sje að fá hann hvenær sem er, án þess að þeir leggi hæfilega mikið, eða ef til vill óþarflega mikið á hann fyrir áhættunni að liggja með hann. Til þess að komast hjá þessu ætlast jeg til, að bændur noti það fyrirkomulag að panta áburðinn sjálfir.