29.03.1928
Neðri deild: 60. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2244 í B-deild Alþingistíðinda. (1162)

30. mál, tilbúinn áburður

Jón Sigurðsson:

Jeg get slept að svara miklu af ræðu háttv. frsm. En hann hafði eftir mjer ummæli, sem jeg get ekki látið ómótmælt. Hann sagði, að jeg hefði sagt, að flutningar til landsins væru einskis virði. Jeg sagði aldrei þau orð. En jeg taldi, að eins og frv. lægi fyrir, þá stefndi það aðeins að eyðslu á fje ríkissjóðs, og jeg rökstuddi það með því, að það kæmi aðallega þeim að notum, sem hafa notað áburðinn hingað til og kunna þegar áður að nota hann. En það þarf ekki að kenna þeim að stafa, sem lært hefir að lesa. Og ef þetta frv. á að koma að þeim notum, sem til er ætlast, þá þarf að kenna þeim að nota áburðinn, sem ekki hafa notað hann hingað til, en till. okkar fer einmitt í þá átt. Það mun hv. frsm. viðurkenna, ef hann hugsar rólega um málið.