27.03.1928
Neðri deild: 58. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2267 í B-deild Alþingistíðinda. (1201)

140. mál, fjáraukalög 1927

Frsm. (Ingólfur Bjarnarson):

Það var út af því, að hv. 1. þm. Skagf. upplýsti, að eftir væri að rannsaka frekar á Bergþórshvoli og hentugast væri að haga fjárveitingunni til þeirra rannsókna eins nú og áður. Mjer finst eðlilegast, að þessi upphæð sje sett í fjárlögin. Það er best að vera laus við svona greiðslur utan fjárlaga, og auk þess á þingið að láta uppi vilja sinn í þessu efni, eða ráða, hvað langt verður gengið.