24.03.1928
Neðri deild: 56. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2364 í B-deild Alþingistíðinda. (1279)

141. mál, bankavaxtabréf

Fjmrh. (Magnús Kristjánsson):

Það er ekki mikil ástæða til að tala langt mál núna. Það verður líklega frekar við 3. umr. Jeg gerði grein fyrir skoðun minni við 1. umr., og skal jeg ekki endurtaka það. En mjer dettur í hug, að það væri ekkert á móti því að gefa skýrslu um starfsemi veðdeildarinnar frá byrjun til þessa tíma. Er sú skýrsla á þessa leið:

1. fl.

byrjaði 20. júlí

1900, endaði

29. mars

1906

2. —

— 2. apríl

1906 —

22. júlí

1909

3. —

— 26. okt.

1909 —

16. sept.

1914

4. —

— 17. ágúst

1914 —

6. febr.

1926

5. —

— 1. okt.

1926 —

2. mars

1927

6. —

— 29. nóv.

1926 —

7. okt.

1927

7. —

— 13. okt.

1927 —

Stærð flokkanna

Upprunaleg

Núverandi

Eftirst. 31.

tala lána.

tala lána.

des. 1927.

1. fl.

1200000 kr.

1428

273

163763,60

2. —

3000000 —

1078

585

601421,73

3. —

3000000 —

1166

767

1291087,76

4. —

5000000 —

731

688

4166919,34

5. —

3000000 —

392

392

2947149,25

6. —

3000000 —

396

396

2703195,68

7. —

4000000 —27/2 '28

311

311

2176000,00

22200000 kr.

5502

3412

13949537,36

Eins og sjá má af þessari skýrslu, er 7. flokki ekki lokið enn. Það kann að vera, að þessi skýrsla sje ekki fullnægjandi, en þó má af henni töluvert átta sig á þessu máli. Alls hafa verið teknar 22200000 kr. og alls veitt 5502 lán. Tala núverandi útistandandi lána er 3412, en eftir standa ógreiddar 13949537,36 krónur. Í þessi 27 ár, sem veðdeildin hefir starfað, hefir hún fengið til umráða rúmar 22 miljónir króna, og enn eru ógreiddar af því um 14 miljónir.

Eitt atriði í þessu máli er sjerstaklega eftirtektarvert. Það er það, hversu mikil breyting hefir orðið á lánsupphæðunum. Þær eru miklu hærri nú en þær voru fyrst framan af og fara altaf hækkandi. Fyrsti flokkur er að upphæð 1200000 krónur. Úr honum eru lánuð 1428 lán. Sjötti flokkur er að upphæð 3 milj. kr., en úr honum eru aðeins lánuð 396 lán. Það virðist svo, að í seinni tíð hafi mjög fáir menn orðið aðnjótandi þessara lána, og eru þau þó einhver hin hagkvæmustu lán, sem hjer er kostur á. Jeg býst við, að um það kunni að verða skiftar skoðanir, hve langt skuli haldið áfram á þessari braut. Það er sýnilegt, að veðdeildarstarfsemin er aðallega miðuð við það, að koma upp byggingum í bæjum, kaupstöðum og kauptúnum. En jeg er hræddur um, að nauðsynlegt sje að hafa nokkra gát á að ýta ekki undir það, að allur þorri þjóðarinnar taki upp það ráð að flytja úr sveitunum og taka lánsfje til þess að koma sjer upp skýli hingað og þangað með ströndum fram, þar sem sumstaðar er ekki sem björgulegast. Jeg er hræddur um, að svo fari, að þessar eignir falli í verði. Hinsvegar er það sjálfsagt, að það þarf að vera kostur á lánum til bygginga og jarðræktar og að nokkru leyti til þess að halda áfram byggingum í kaupstöðum og kauptúnum. En það er mjög athugavert, að nú síðustu árin hafa 90% af þessum lánum gengið til þess að fjölga býlum í þorpum og kauptúnum. Það er með þetta fyrir augum, að jeg hefi ekki sjeð mjer fært að fara fram á lánsheimild í því skyni. Hitt er annað mál, ef Alþingi telur á þessu svo mikla nauðsyn, að stjórnin verði að halda áfram á lántökubrautinni. En jeg verð að segja, að jeg mun nauðugur gera það, því að það er ekki lítil upphæð, sem nú er útistandandi aðeins í húsabyggingum, nefnilega ca. 14 miljónir. Það gæti verið að einhverju leyti undir hælinn lagt, hvort alt það fje fæst aftur með skilum. Jeg vildi óska, að sá ótti væri ekki á rökum bygður og að þeir, sem hafa tröllatrú á framtíð bæja og kauptúna í þessu landi, reynist ekki of bjartsýnir. Jeg vil beina því til hv. þm. yfirleitt, að þeir rannsaki þetta mál vel og rækilega, áður en gengið er frá því til fullnustu.