27.03.1928
Neðri deild: 58. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2379 í B-deild Alþingistíðinda. (1294)

141. mál, bankavaxtabréf

Magnús Guðmundsson:

Mjer þykir rjett að mæla með samþykt brtt. á þskj. 582. Það getur aldrei skaðað, að stjórnin hafi heimild til þess að taka lán. En út af aths. hæstv. ráðh. vil jeg benda á, að eftir 1. gr. sýnist vera mjög hægt að koma þessu fyrir eins og hv. meiri hl. nefndarinnar vill. Það má skifta bankavaxtabrjefunum í flokka og hafa tvo flokka starfandi samtímis. Þetta er gert til þess, að hægt sje að halda lánunum aðskildum og reikna út fyrir hvern flokk, hve háir vextirnir þurfi að vera. Jeg hygg, að engin vandkvæði sjeu á að hafa þetta lánsfje, ef til kemur, sjerstakan flokk. Enda er svo ákveðið í 1. gr., að hver flokkur má ekki vera hærri en 3 milj.