11.04.1928
Neðri deild: 68. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2486 í B-deild Alþingistíðinda. (1364)

34. mál, varðskip landsins

1364Frsm. l. minni hl. (Gunnar Sigurðsson):

Fyrir hönd nefndarinnar vil jeg taka það fram, að henni hefir ekki unnist tími til að athuga till. þessar. Hafa því allir nefndarmenn um þær óbundin atkvæði. En úr því að jeg stóð upp á annað borð, vil jeg taka það fram, að það er mín persónulega skoðun, að ástæða sje til að hækka eitthvað laun skipstjóranna á varðskipunum. Get jeg þó fyllilega tekið undir orð hæstv. dómsmrh. um það, að fara þurfi varlega í öllum launagreiðslum. — Hvað skipstjóra þessa snertir, þá finst mjer óumflýjanlegt, að þeir hafi eitthvert fje til risnu, og auk þess finst mjer, að taka þurfi tillit til þess, að þeir munu yfirleitt ekki verða skipstjórar fyr en þeir eru orðnir aldraðir menn, og geta því ekki haft þann starfa á hendi nema tiltölulega stuttan tíma. Mun jeg því greiða atkv. með till. um hækkun á launum skipstjóranna, en á móti öðrum hækkunartill. Um kaup hásetanna skal jeg taka fram, að jeg tel sjálfsagt, að þeir hafi sama kaup og aðrir stjettarbræður þeirra, t. d. á Eimskipafjelagsskipunum, því að á þessi skip þarf vitanlega engu síður að fá duglega og góða menn en á önnur skip.