24.01.1928
Efri deild: 5. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3 í C-deild Alþingistíðinda. (1378)

19. mál, stjórnarskipunarlög

Jón Þorláksson:

Það er skemtilegt, að sjá hv. 5. landsk. (JBald) svona ánægðan. Hann virðist ganga að því vísu, að meiri hlutinn muni verða á móti frv. En hv. þm. ætti að gæta að því, að þegar sjálfsánægjan er komin á hátt stig, þá er aldrei langt til sjálfsblekkingar.

Hæstv. forsrh. taldi breytingarnar á stjórnarskránni smávægilegt fikt. Jeg verð nú að segja það, að það gleymist fljótt, sem í blöð er ritað. Hæstv. forsrh. hefði haft gott af því, að rifja upp það, sem hann hefir ritað í blað sitt um þetta mál á undanförnum árum. (Forsrh. TrÞ: Það hefðu fleiri gott af að rifja upp það, sem þeir hafa skrifað!). Þar eru breytingar þær, sem nú liggja fyrir, ekki nefndar smávægilegt fikt.