04.02.1928
Efri deild: 14. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í C-deild Alþingistíðinda. (1385)

19. mál, stjórnarskipunarlög

Frsm. minni hl. (Halldór Steinsson):

Jeg vil aðeins bæta nokkrum orðum við, út af síðustu orðum hv. frsm. meiri hl. Hann vill halda því fram, að þessar 19 þingmálafundargerðir sýni hinn sanna vilja allra kjósenda á landinu í þessu máli. Jeg er á gagnstæðri skoðun. Besta sönnunin er sú, að í þetta skifti fóru kosningar svo, að þeir þm., sem eru breytingunni hlyntir, urðu í meiri hl. við kosninguna. Þetta tel jeg betri sönnun þess, að vilji þjóðarinnar hafi ekki breyst, heldur en örfáar þingmálafundargerðir, sem ýmist eru með eða móti breytingunni.