17.02.1928
Efri deild: 25. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 68 í C-deild Alþingistíðinda. (1427)

79. mál, yfirsetukvennalög

Frsm. (Jón Baldvinsson):

Jeg vil aðeins svara hv. 1. þm. Eyf. því, að þótt mál þetta, um að bæta kjör yfirsetukvenna, sje runnið hjeðan úr Reykjavík, þá er það ekki verra fyrir það, að mínu áliti. Ef málið er gott, eins og það vitanlega er, þá er það ekki verra fyrir það, að vera hjeðan runnið. En það er ekki rjett hjá hv. þm., að konur út um land óski þessa ekki. Þær munu einmitt flestar eða allar vera sammála um að óska betri launakjara.

Hæstv. dómsmrh. er ekki ástæða til að svara að sinni. Nefnd þeirri, er um málið fjallar, mun gefast færi á að athuga þær brtt., er hann gerir ráð fyrir að bera fram við frv., og gefst þá færi á að tala um þær síðar.