24.03.1928
Efri deild: 56. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 103 í C-deild Alþingistíðinda. (1462)

122. mál, eignarnám á Reykhólum

Frsm. (Jón Baldvinsson):

Mjer finst hv. þm. Snæf. líta nokkuð öðrum augum á ákvæði stjskr. nú, en hann leit á þau í bankamálinu í fyrra. Það er enginn efi á því, að það stenst fyllilega gagnvart stjórnarskránni, sem farið er fram á í frv. Annars ætla jeg ekki að tala frekar um þetta, en vil benda á ýmisleg fleiri not, sem hjeraðsmenn hafa af landinu, en það eitt, að hafa það fyrir læknissetur. Þetta er tilvalinn staður bæði fyrir hjeraðsskóla, sundlaug og barnaskóla, svo sem áður hefir verið á minst.