27.03.1928
Efri deild: 58. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 133 í C-deild Alþingistíðinda. (1486)

68. mál, hafnargerð á Skagaströnd

Halldór Steinsson:

* Úr því að tveir nefndarmenn eru búnir að taka til máls í þessu máli, held jeg að jeg verði líka að segja mitt álit. Mjer fanst anda nokkuð kalt frá hv. þm. Ak. til þessa máls, og kaldara en mjer fanst koma fram í nefndinni hjá þessum hv. þm. Hann talaði um, að þessi höfn væri einkum ætluð mótorbátum. Jeg vil nú segja það, að þó að ekki væri nema um mótorbátahöfn að ræða, þá sje jeg ekki, að með þessu sje of mikið í sölurnar lagt. Hvað gerum við annarsstaðar á landinu fyrir þessa útgerð? Höfum við ekki lagt miljónir til Vestmannaeyja? Þar er útgerðin næstum eingöngu mótorbátaútgerð. Því er líka sannarlega ekki kastað á glæ, því fje, sem varið er til að tryggja þessa útgerð með hafnarbótum og öðru. Jeg álít því þvert á móti mjög vel varið, og það ætti að vera markmið þingsins að styðja þessa útgerð, þótt það sjái sjer ekki fært að láta frv. þetta ná fram að ganga að svo stöddu.

*Ræðuhandr. óyfirfarið af þm.