16.03.1928
Neðri deild: 49. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 139 í C-deild Alþingistíðinda. (1495)

95. mál, sjúkraskýli og læknisbústaðir

Frsm. (Hákon Kristófersson):

Jeg hefi ekki mikið að segja um þetta frv., frekar en tekið er fram í nál. Eins og nál. ber með sjer, leggur nefndin til, að frv. nái fram að ganga, en leist þó rjett að setja nýja grein inn í frv., til viðbótar því, sem í 2. gr. frv. stendur, um það, er svo stendur á, að læknishjerað nær yfir hluta úr tveim sýslufjelögum. Annar flm. frv. hefir skýrt mjer svo frá, að þeir flm. hafi ætlast til, að 9. gr. kvæði nægjanlega á um þetta, en þó skildist mjer á honum, að þeir hefðu ekkert á móti, að þessi brtt. yrði samþ.

Jeg hefi ekki fleira að segja um frv. fyrir nefndarinnar hönd. Vona jeg, að það liggi svo ljóst fyrir hv. þdm., að frekari greinargerð þurfi ekki. En jeg vil taka það fram, að sá dráttur, sem orðið hefir á afgreiðslu málsins, er ekki nefndinni að kenna, heldur mjer. Frv. lá hjá mjer í nokkra daga, fyrir óaðgæslu, eftir að nefndin hafði lagt síðustu hönd á það. Vona jeg, að háttv. flm. taki vægilega á þessu athugaleysi mínu. Vænti jeg þó, að frv. nái eigi að síður fram að ganga á þessu þingi.