16.03.1928
Neðri deild: 49. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 140 í C-deild Alþingistíðinda. (1497)

95. mál, sjúkraskýli og læknisbústaðir

Frsm. (Hákon Kristófersson):

Mjer láðist að geta um aðra brtt. áðan. Mjer þykir vænt um, að hv. flm. getur sætt sig við hana. Nefndinni þótti það varhugavert að veita sjúkraskýlum frekari hjálp við innheimtu skulda, heldur en veitt er við innheimtu almennra skulda, og að þeim fylgi lögtaksrjettur. Það má búast við, að reikningar þessir, bæði frá læknum og öðrum, verði ef til vill nokkuð hátt settir, ef vissa er fyrir, að engu sje að tapa. Annars þykir mjer gott að heyra, að hv. flm. getur átt samleið með nefndinni; vona jeg hv. deild geti það líka.