23.02.1928
Efri deild: 30. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 156 í C-deild Alþingistíðinda. (1518)

123. mál, veðlánasjóður fiskimanna

Flm. (Jón Baldvinsson):

Jeg er hræddur um, að dæmið hafi nú snúist við í höndum hv. þm. Jeg benti áður á, í svari mínu, að það væri tiltölulega auðvelt fyrir þá, sem gera út skip, að fá lán, en þeir menn, sem hjá þeim vinna, verða daglega að fá hjá kaupmönnum nauðsynjar sínar. En til tryggingar þessu verða þeir að festa aflann og vantar svo lán til rekstursins. Það er því ekki rjett, að jeg hafi gengið fram hjá aðalatriðum málsins, en hitt er rjett, að jeg tel alveg eins nauðsynlegt að veita lánin jafnóðum og afli kemur á land, eins og fyrirfram. Það er bara munurinn sá, að við tölum sinn um hvora menn. Hv. þm. Snæf. talar aðallega um þá menn, sem bátana eiga og gera þá út, en jeg miða aftur á móti við hina, sem hjá bátaeigendum vinna og taka kaup sitt að mestu í hlutum. (HSteins: Það geri jeg líka.