01.03.1928
Neðri deild: 36. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 275 í C-deild Alþingistíðinda. (1619)

69. mál, loftskeytanotkun veiðiskipa

Ólafur Thors:

Utan dagskrár vil jeg leyfa mjer að vekja athygli hv. þd. á nál., sem var útbýtt á þessum fundi, á þskj. 335. Meiri hl. sjútvn. hefir borið fram álit sitt um frv. til laga um eftirlit með loftskeytanotkun íslenskra veiðiskipa. Hygg jeg, að formaður nefndarinnar hafi samið það. Í því eru ummæli um minni hl. nefndarinnar, sem eru ekki einungis villandi, heldur þess eðlis, að þau setja siðferðilegan blett á minni hl. Jeg nota tækifærið til þess að mótmæla þessum ummælum sem staðlausum og röngum.