19.03.1928
Neðri deild: 51. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 450 í C-deild Alþingistíðinda. (1752)

133. mál, ófriðun sels í Ölfusá

Einar Jónsson:

* Jeg vil lýsa yfir því, að samkomulag varð um þetta mál í nefndinni, og sá jeg ekki ástæðu til að setja mig upp á móti frv. En jeg skal játa það, að mjer var ekki kunnugt um brtt. hv. 2. þm. Eyf. fyr en nú. En af því að jeg tel hana miða í rjetta átt, og af því að hv. flm. hennar var svo miklum mun stuttorðari en hv. frsm., sem teygði lopann fram úr öllu hófi, mun jeg fremur fylgja brtt. á þskj. 496, heldur en frv. sjálfu. Það er á engan hátt af því að jeg vilji gera frv. ilt, heldur af því að hv. flm. hefir sjálfur spilt fyrir frv. með langloku sinni.

*Ræðuhandr. óyfirfarið af þm.