17.02.1928
Neðri deild: 25. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 475 í C-deild Alþingistíðinda. (1801)

45. mál, forkaupsréttur kaupstaða á hafnarmannvirkjum o.fl.

Hjeðinn Valdimarsson:

Jeg vona, að hv. þdm. hafi þann skilning á frv., að það sje þess vert, að fara til nefndar og 2. umr. að minsta kosti. Mjer finst talsvert öðru máli að gegna í sveitahreppum um forkaupsrjett á jörðum þar, eða í kauptúnum og kaupstöðum, þar sem aðallegast yrði um að ræða lóðir, og þó ekki nema sjerstaklega standi á. En annars mun tækifæri gefast til þess að deila um efni frv. við 2. umr., og get jeg því sparað mjer að fara frekar út í það nú.