26.01.1928
Efri deild: 7. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 480 í C-deild Alþingistíðinda. (1807)

46. mál, einkasala á síld

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Á síðasta þingi var svipað frv. þessu á ferðinni hjer í hv. deild. Jeg mun þá hafa greitt atkv. með því til 2. umr., en lengra náði fylgi mitt ekki. Eiginlega hefi jeg svipaða skoðun á þessu máli og hv. 3. landsk., að ríkisstjórnin hafi það í sinni hendi, samkv. heimildarlögunum frá 1926, að ákveða, hvernig fara skuli með sölu síldar. Jeg álít, að heppilegast mundi að nota heimildina, en vildi þó skjóta því til hv. sjútvn. að athuga, hvort ekki mundi betra að breyta að einhverju leyti lögunum frá 1926, heldur en að setja ný lög í þessu efni.