02.03.1928
Neðri deild: 37. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 498 í C-deild Alþingistíðinda. (1838)

75. mál, verkakaupsveð

Sigurjón Á. Ólafsson:

Þetta frv. er komið frá hv. Ed., og hefir farið gegnum þá deild með nokkrum breytingum frá sinni upphaflegu mynd. Jeg get búist við, að hv. þdm. sjeu sammála um að málið fái nú að ganga til 2. umr., og mun þá best komið hjá sjútvn., enda mun það hafa verið hjá þeirri nefnd í hv. Ed.

Efni frv. er að tryggja því fólki verkakaup, sem vinnur við síld, eða á sinn hátt eins og sjóveð í skipum tryggir kaup skipverja. Það virðist svo sem hv. Ed. hafi skilið nauðsyn þessa máls, því að þar var frv. vísað umræðulaust til nefndar.